Skip to main content

Stjarnan tekur við umboði fyrir Strandmöllen á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. maí 2010 12:42Uppfært 08. jan 2016 19:21

Heildverslunin Stjarnan á Reyðarfirði hefur tekið við umboði fyrir gasfyrirtækið Strandmöllen á Austurlandi. Það er nýjasta útibú danska fyrirtækisins á Íslandi.

 

strandmollen.gifBörkur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Strandmöllen ehf., segir að hjá Stjörnunni á Reyðarfirði verði þær lofttegundir á lager sem viðskiptamenn á Austfjörðum þurfi. „Það er von Strandmöllen, að væntanlegir kaupendur og viðskiptavinir taki vel á móti samkeppni sem ekki hefur verið til staðar hingað til. Markmið fyrirtækisins er að veita góða þjónustu og ráðgjöf og tryggja hagstæð viðskipti fyrir alla aðila.“

Strandmöllen ehf er dótturfyrirtæki danska gasfyrirtækisins Strandmøllen A/S, sem hefur framleitt og selt lofttegundir í yfir 90 ár. Strandmöllen hóf innreið sína inn á íslenska markaðinn í árslok 2008, eftir að allar lyfjalofttegundir til heilbrigðisstofnanna á Íslandi fóru í útboð. Tilboð Strandmöllen var talið hagstæðast og var samið við fyrirtækið um miðlun súrefnis og glaðlofts til spítala landsins.

Fyrir utan viðskipti við heilbrigðisgeirann býður Strandmöllen upp á allar þær lofttegundir sem notaðar eru í málmiðnaðinum, til matvælaframleiðslu og til ýmissa annarra nota. Undanfarið hefur fyrirtækið verið að byggja upp dreifingarnet á Íslandi og opnað útibú fyrir utan höfuðborgarsvæðið, seinast á Reyðarfirði.