Stjórnmálaskóli á Egilsstöðum

Stjórnmálaskólinn, námskeið um stjórnmál, verður haldið á Egilsstöðum um helgina.

 

althingi_roskva.jpgStjórnmálaskólinn er fræðslumiðstöð fyrir alla sem hafa áhuga á að taka þátt í þjóðmálaumræðu og stjórnmálum. Stjórnmálaskólinn er óháður stjórnmálasamtökum og hentar jafnt þeim sem þegar eru skráðir í stjórnmálaflokka og þeim sem hyggja á þátttöku í stjórnmálastarfi eða þjóðmálaumræðu.  Námið nýtist einnig fyrir þá sem hafa hug á þátttöku í öðrum félagsmálum.

Stjórnmálaskólinn býður upp á námskeið og fyrirlestra ásamt því að kynna starfsemi stjórnmálaflokka, samskipti við fjölmiðla og fleira. Meðal efnis á fyrstu námskeiðum skólans eru; Stjórnmál í nýju ljósi, Listin að hafa áhrif, Þátttaka á fundum og fundarstjórn, Samskipti við fjölmiðla, Netmiðlar, Að skrifa góða grein, kynning stjórnmálaflokka og fleira

Aðstandendur Stjórnmálaskólans eru þau Þórdís K Pétursdóttir og Gísli Blöndal. Þórdís hefur annast rekstur stjórnmálaskóla í yfir 20 ár ásamt því að vera virkur þátttakandi í félagsstarfi. Hún er menntuð í stjórnmálafræði og viðskiptafræði.
Gísli hefur verið ráðgjafi og þjálfari s.l. 25 ár. Hann hefur m.a. leiðbeint á námskeiðum hjá Endurmenntun  Háskóla Íslands, Símennt, Leiðtogaskólanum og fjölda fyrirtækja og stofnana. Gísli er þekktur fyrir létta og hressilega framgöngu og hann talar gjarnan tæpitungulaust um menn og málefni.

Námskeið Stjórnmálaskólans verður á Egilsstöðum 19. til 21. mars. Námsgjald er kr. 20.000 sem greiðist við innritun. Athugið að sumir starfsmenntasjóðir stéttarfélaga greiða allt að helming námsgjalda.

Allar nánari upplýsingar um skólann gefa Þórdís í síma 896 2639 og Gísli í síma 690 7100. Efnistök og stundaskrá má finna á síðunni www.stjornmalaskolinn.webs.com og þar er einnig hægt að skrá þátttöku eða senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.