Skip to main content

Stofnun undirhóps Sterkara Íslands á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. jan 2011 16:24Uppfært 08. jan 2016 19:22

esb_fani.jpgSamtök Evrópusinna á Íslandi, Sterka Ísland, boða til fundar um Evrópumál í húsi Þekkingarnets Austurlands í Vonarlandi á Egilsstöðum annað kvöld.

 

Í tilkynningu frá hópnum segir að markmiðið sé að eiga „skemmtilegar og fræðandi samræður um Evrópumál og koma á fót undirhópi Sterkara Íslands á Austurlandi. Á fundinum gefst fólki tækifæri til þess að spá í spilin og spyrja um hvaðeina í tengslum við aðildarviðræður og aðild að ESB.“

Þrír framsögumenn verða á fundinum, sem hefst klukkan 20:00.

Anna Margrét Guðjónsdóttir, sérfræðingur og stjórnarmaður í samtökunum Sterkara Ísland.
-Austurland í ESB - hvers má vænta?

Rannveig Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Sagnabrunns
-Tækifæri frumkvöðla á landsbyggðinni innan ESB

Hafliði Hafliðason, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Austurlands
-Er austfirsk þekking útflutningsvara?