Strandarbryggja lengd um 70 metra

Á Fáskrúðsfirði hafa að undanförnu staðið yfir framkvæmdir við lengingu Strandarbryggju. Aðeins lokahnykkurinn er nú eftir.

Strandarbryggja var upphaflega gerð fyrir tæpum tíu árum framan við frystigeymslu Loðnuvinnslunnar. Birgitta Rúnarsdóttir, verkefnastjóri Fjarðabyggðarhafna, segir að hún sé verið að bæta við bryggjuna til að auka bryggjupláss við athafnasvæði fyrirtækisins.

Framkvæmdir hófust um síðustu áramót þegar staurar undir bryggjuna voru reknir niður. Nýr 70 metra kantur var síðan steyptur um miðjan júní. Þar með er bryggjan orðin 160 metra löng. Birgitta segir aðstöðu til löndunar á uppsjávarafla stórbatna við framkvæmdirnar.

Framkvæmdir hafa gengið vel en aðalverktakinn er MVA. Aðeins er eftir lokafrágangur við lagnir og þess háttar en viðbúið er að það bíði frekari framkvæmda á athafnasvæðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.