Skip to main content

Strandblaksvöllur líklega að veruleika á Reyðarfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. maí 2025 11:42Uppfært 22. maí 2025 08:38

Allar líkur eru nú á að risinn verði strandblaksvöllur á skólalóð Grunnskóla Reyðarfjarðar síðar í sumar eftir að bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti styrk til verkefnisins upp 1,2 milljón króna í vikunni.

Það er þremur áhugasömum félögum í efsta bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar, þeim Adam og Wiktor, að þakka að þetta er að verða að veruleika en uppsetning strandblaksvallar í bænum er hluti af lokaverkefni strákanna í skólanum.

Hafa þeir haft mikið fyrir að gera þetta að raunveruleika og sjálfir leitað styrkja og stuðnings til verksins síðan snemma í vetur en markmiðið segja þeir vera að bæta útivistarmöguleika og skapa skemmtilegt íþróttasvæði fyrir nemendur skólans, íbúa sem og aðra.

Fengu þeir félagar formlegan umsjónaraðila til að sinna viðhaldi vallarins til framtíðar en það eru félagsmenn í blakliðinu Fálkum. Allra stærsti kosnaðarliðurinn við gerð vallarins snérist um kaup á skeljasandi og styrkveiting bæjarráðs en einmitt til kaupa á slíkum sandi.

Í beiðni sinni um stuðning sveitarfélagsins segja strákarnir lítinn vafa leika á að slíkur völlur fjölgi jákvæðum upplifunum á Reyðarfirði, auki hreyfingu og samveru fólks og með hjálp frá Fjarðabyggð verði hægt að taka völlinn í notkun fljótlega.

Með glænýjum strandblaksvelli aukast útivistarmöguleikarnir á Reyðarfirði aukast enn frekar . Mynd Visit Austurland