Stórbrotið fræðirit: Sveppabók Helga tilnefnd til fleiri verðlauna

helgi_hall.jpgBók Helga Hallgrímssonar, náttúrufræðings á Egilsstöðum, er meðal tíu bóka sem tilnefnda eru til Viðurkenningar Hagþenkis, einhverra virtustu og veglegustu verðlauna sem íslenskum fræðimönnum og höfundum fræðilegra rita á Íslandi getur hlotnast.

 

Í umsögn dómnefndar um bók Helga, Sveppabókin – Íslenskir sveppir og sveppafræði, segir að bók sé „stórbrotið fræðirit og frumsmíð um smágerða veröld sveppa á Íslandi sem byggir á hálfrar aldar rannsóknum með grundvallandi nýyrðasmíð." Bókin var í desember tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunna í flokki fræðirita. 

Heimspekingurinn Gunnar Hersveinn, sem bjó á Austfjörðum um árabil, er einnig tilnefndur fyrir bók sína Þjóðgildin. Dómnefndin segir hana „Hógværa en beitta rökræða um þau kjölfestuhugtök og gildi sem íslensk menning þarfnast við uppbyggingu þjóðar „

Hinar tilnefningarnar átta hlutu:
Eysteinn Þorvaldsson - Grunað vængjatak - Um skáldskap Stefáns Harðar Grímssonar
Guðni Th. Jóhannesson - Gunnar Thoroddsen – Ævisaga
Ingimar Sveinsson - Hrossafræði Ingimars
Kristín Loftsdóttir - Konan sem fékk spjót í höfuðið – Flækjur og furðuheimar vettvangsrannsókna
Sigrún Pálsdóttir - Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar
Una Margrét Jónsdóttir - Allir í leik. Söngvaleikir barna,  I-II 
Unnur Birna Karlsdóttir - Þar sem fossarnir falla. Náttúrusýn og nýting fallvatna á Íslandi 1900-2008
Þröstur Helgason - Birgir Andrésson - Í íslenskum litum

Verðlaunanefndina skipuðu: Þórður Helgason bókmenntafræðingur, formaður, Geir Svansson bókmenntafræðingur og þýðandi, Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur,  Kristín Unnsteinsdóttir uppeldis- og kennslufræðingur og Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur og ljósmyndari.

Í mars verður tilkynnt hvaða höfundur hlýtur viðurkenninguna. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.