Skip to main content

Stórbrotið fræðirit: Sveppabók Helga tilnefnd til fleiri verðlauna

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. feb 2011 13:46Uppfært 08. jan 2016 19:22

helgi_hall.jpgBók Helga Hallgrímssonar, náttúrufræðings á Egilsstöðum, er meðal tíu bóka sem tilnefnda eru til Viðurkenningar Hagþenkis, einhverra virtustu og veglegustu verðlauna sem íslenskum fræðimönnum og höfundum fræðilegra rita á Íslandi getur hlotnast.

 

Í umsögn dómnefndar um bók Helga, Sveppabókin – Íslenskir sveppir og sveppafræði, segir að bók sé „stórbrotið fræðirit og frumsmíð um smágerða veröld sveppa á Íslandi sem byggir á hálfrar aldar rannsóknum með grundvallandi nýyrðasmíð." Bókin var í desember tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunna í flokki fræðirita. 

Heimspekingurinn Gunnar Hersveinn, sem bjó á Austfjörðum um árabil, er einnig tilnefndur fyrir bók sína Þjóðgildin. Dómnefndin segir hana „Hógværa en beitta rökræða um þau kjölfestuhugtök og gildi sem íslensk menning þarfnast við uppbyggingu þjóðar „

Hinar tilnefningarnar átta hlutu:
Eysteinn Þorvaldsson - Grunað vængjatak - Um skáldskap Stefáns Harðar Grímssonar
Guðni Th. Jóhannesson - Gunnar Thoroddsen – Ævisaga
Ingimar Sveinsson - Hrossafræði Ingimars
Kristín Loftsdóttir - Konan sem fékk spjót í höfuðið – Flækjur og furðuheimar vettvangsrannsókna
Sigrún Pálsdóttir - Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar
Una Margrét Jónsdóttir - Allir í leik. Söngvaleikir barna,  I-II 
Unnur Birna Karlsdóttir - Þar sem fossarnir falla. Náttúrusýn og nýting fallvatna á Íslandi 1900-2008
Þröstur Helgason - Birgir Andrésson - Í íslenskum litum

Verðlaunanefndina skipuðu: Þórður Helgason bókmenntafræðingur, formaður, Geir Svansson bókmenntafræðingur og þýðandi, Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur,  Kristín Unnsteinsdóttir uppeldis- og kennslufræðingur og Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur og ljósmyndari.

Í mars verður tilkynnt hvaða höfundur hlýtur viðurkenninguna. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna.