Orkumálinn 2024

Stærstur hluti pólítískrar ábyrgðar hjá Sjálfstæðisflokknum

Fulltrúaráð Sjálfstæðifélaganna í Fjarðabyggð hefur sent til fjölmiðla ályktun sem inniheldur áskorun til forystu Sjálfstæðiflokksins.
 
xd_leaders.jpg
 
Fulltrúaráðið skorar á forystu flokksins að skoða nýútkomna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis með auðmjúkum og ærlegum hætti.

Í yfirlýsingunni kemur fram að alvarlegar ávirðingar á hendur núverandi og fyrrverandi forystu Sjálfstæðiflokksins sé að finna í rannsóknarskýrslunni. Þær ávirðingar beri að taka alvarlega. 

Þá segir í yfirlýsingu fulltrúaráðsins: „Mikilvægt er að flokkurinn gangist við því að stærsti hluti hinnar pólitísku ábyrgðar liggur hjá honum í ljósi forystu hans í ríkisstjórnum síðustu áratugi.“

Þá segir:
„Ennfremur telur fulltrúaráðið mikilvægt að innan flokksins verði skýrslan skoðuð með áherslu á þá þætti sem snerta flokkinn og forystumenn hans og ekki síður hvaða lærdóm flokkurinn megi draga af henni til framtíðar. Mikilvægt er að aðkoma hins almenna flokksmanns að því verki verði tryggð. Þar er nauðsynlegt að allt verði undir og ekkert undanskilið.“

Fulltrúaráðið skorar loks á formann flokksins, Bjarna Benediktsson, að boða slíka naflaskoðun á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ nk. Laugardag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.