Stöðvarfjörður: Fyrirtækin hafa ekki enn svarað beiðni um viðræður
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 11. sep 2010 10:58 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Hvorki bankinn né Íslandspóstur hafa enn svarað formlega beiðni
bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um viðræður um áframhaldandi starfsemi á
Stöðvarfirði.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar óskaði, í kjölfar áskorunar íbúafundar á Stöðvarfirði, eftir viðræðum við Íslandspóst og Landsbankann um áframhaldandi starfsemi á staðnum. Hvorugt fyrirtækið hefur enn svarað erindinu formlega.
Helga Jónsdóttir, bæjarstýra, ræddi við Ingimund Sigurpálsson, forstjóra Íslandspósts sem „kvaðst myndu fara með málið fyrir fund stjórnar en ítrekaði jafnframt að Íslandspósti sé þröngur stakkur sniðinn fjárhagslega.“
Svar hefur heldur ekki borist frá Landsbankanum.
Helga Jónsdóttir, bæjarstýra, ræddi við Ingimund Sigurpálsson, forstjóra Íslandspósts sem „kvaðst myndu fara með málið fyrir fund stjórnar en ítrekaði jafnframt að Íslandspósti sé þröngur stakkur sniðinn fjárhagslega.“
Svar hefur heldur ekki borist frá Landsbankanum.