Orkumálinn 2024

Sáu fyrst tölur um fækkun starfsmanna á Agl.is

ImageStarfsmenn heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og forstöðumenn þeirra sáu fyrst áætlun heilbrigðisráðuneytisins um fækkun starfsmanna eftir að Agl.is greindi frá henni. Forstöðumenn stofnananna eru ósáttir við samráðsleysi ráðuneytisins við þær.

 

Agl.is greindi í vikunni frá svari heilbrigðisráðherra á Alþingi þar sem ítarlega var sundurliðuð áætlun um fækkun starfsmanna vegna niðurskurðar á fjárframlögum. Í svarinu segir að áætlunin hafi verið unnin samhliða vinnu ráðyneytisins við gerð tillagnanna.

Agl.is hefur rætt við nokkra forstöðumenn heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni sem segjast fyrst hafa séð tölurnar í frétt Agl.is. Þeim gremst að ekkert samráð hafi verið haft við þá áður en tölurnar voru birtar, einkum þar sem vinnan hafi verið unnin fyrri part sumars.

Jafn ítarlega tölur og þær sem ráðuneytið birti virðast ekki tilbúnar hjá stofnunum. Sumir forstöðumannanna segja þær rangar, störfum fækki meira en gert sé ráð fyrir í svarinu. Þeir segjast ekki vita hvaða forsendur liggi að baki útreikningunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.