Sumarveður næstu daga samkvæmt veðurspám
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. apr 2023 09:30 • Uppfært 18. apr 2023 09:36
Austfirðingar eiga von á hlýju veðri næstu þrá daga, fram á sumardaginn fyrsta, með hitatölum sem sannarlega er hægt að kenna við sumar. Hlýjast verður á Héraði.
Veðurstofan spáir því að hitinn lyfti sér yfir tíu stig á Egilsstöðum strax í dag en heldur svalara og einhverjar skúrir verði út við ströndina.
Gæðunum verður jafnar skipt á morgun. Klukkan fjögur síðdegis er von á að hitinn verði kominn í 16 stig á Héraði og yfir 10 stigin á Mið-Austurlandi. Einhver ský verða á himni, einkum fyrri hluta dags. Heldur svalara verður á norðan og sunnanverðum Austfjörðum.
Svipaða sögu er að segja fyrir fimmtudag, sumardaginn fyrsta. Þá er einnig von á 16 stiga hita eftir hádegið á Héraði en yfir 10 stigum á fjörðum og búist við að verði heiðskýrt.
Síðan skiptir fljótt um, aðfaranótt laugardags er búist við næturfrosti og að hitinn fari vart yfir frostmark yfir helgina.