Skip to main content

Þúsund löxum fagnað í Breiðdalsá

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. sep 2010 09:03Uppfært 08. jan 2016 19:21

Image Mikið hóf var haldið í veiðihúsinu í Breiðdal fyrir viku í tilefni þess að eitt þúsund laxar voru þá komnir á land úr ánni í sumar. Þúsund laxa múrinn hefur ekki áður verið rofinn.

 

Tvisvar áður hafa yfir 900 laxar veiðst í ánni. Vel veiddist í ánni í seinustu viku og einn daginn komu 32 laxar á land, þar af þrír stórlaxar eða um meter á lengd. Veiði í ánni lýkurum mánaðarmótin.

Veiðimaðurinn sem fangaði þúsundasta laxinn fékk gjafabréf frá veiðiþjónustunni Strengjum, sem sér um ána, og haldið var upp á áfangann.