Þúsund löxum fagnað í Breiðdalsá

Image Mikið hóf var haldið í veiðihúsinu í Breiðdal fyrir viku í tilefni þess að eitt þúsund laxar voru þá komnir á land úr ánni í sumar. Þúsund laxa múrinn hefur ekki áður verið rofinn.

 

Tvisvar áður hafa yfir 900 laxar veiðst í ánni. Vel veiddist í ánni í seinustu viku og einn daginn komu 32 laxar á land, þar af þrír stórlaxar eða um meter á lengd. Veiði í ánni lýkurum mánaðarmótin.

Veiðimaðurinn sem fangaði þúsundasta laxinn fékk gjafabréf frá veiðiþjónustunni Strengjum, sem sér um ána, og haldið var upp á áfangann.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.