Skip to main content

Sveitarstjórn Breiðdalshrepps mótmælir hugmyndafræði fjárlagafrumvarpsins

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. okt 2010 09:38Uppfært 08. jan 2016 19:21

Sveitarstjórn Breiðdalshrepps samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum
4. október sl.:
Sveitarstjórn Breiðdalshrepps mótmælir harðlega þeim stórfellda
niðurskurði sem settur er fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011
hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, sem leiðir óhjákvæmilega til mikillar
fækkunar starfa og skertrar þjónustu.

ImageÞá mótmælir sveitarstjórn sérstaklega þeirri hugmyndafræði sem birtist í
frumvarpinu að leggja beri niður störf vel menntaðra
heilbrigðisstarfsmanna á landsbyggðinni og færa þau til höfuðborgarinnar.
Opinberum störfum hefur fjölgað gríðarlega á höfuðborgarsvæðinu á síðustu
árum, og með þessari aðgerð hafa stjórnvöld sýnt að þau hafa engan áhuga á
að snúa þeirri þróun við. Sveitarstjórn skorar á þingmenn og ráðherra að
endurskoða þessa ákvörðun og huga að þeim langtíma afleiðingum sem þessi
aðferðarfræði veldur.