Skip to main content

Tæpar 125 milljónir í endurbætur á austfirskum ferðamannastöðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. ágú 2023 09:56Uppfært 15. ágú 2023 10:00

Austfirsk verkefni frá 124,6 milljónir í sinn hlut frá Landsáætlun um uppbyggingu innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum á næstu þremur árum.


Tilkynnt var um úthlutun úr sjóðnum af hálfu umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðuneytisins fyrir helgi. Alls eru 2,7 milljarðar króna eyrnamerktir í verkefni um allt land.

Teigarhorn í Berufirði fær mest af austfirsku verkefnunum, samtals 31,5 milljónir, fjórar milljónir í ár og 27,5 milljónir árið 2025 vegna framkvæmda við þjónustuhús.

Í Hallormsstaðaskógi er veitt 22,6 milljónum í eldaskála á næsta ári en 21 milljón í salernishús á Galtastöðum fram árið 2025.

Þremur milljónum er varið til að gera göngubrú yfir ána Volgu við Kverkfjöll í ár. Í Hólmanesi er fjórum milljónum varið í viðhald göngustíga á þessu ári og næsta. Á sama tíma fara 5,5 milljónir í forhönnun innviða og síðan viðhald slóða á Gerpissvæðinu. Fé er veitt til viðhald gönguleiða á Hallormsstað og fleiri skógum.

Þrjár milljónir fara í innviðagreining í Stórurð í ár og fimm milljónir í nýtt deiliskipulag í Hvannalindum árið 2025.

Fjárveitingarnar eystra fara til Umhverfisstofnunar, Skógræktarinnar, Þjóðminjasafnsins og Vatnajökulsþjóðgarðs sem bera ábyrgð á viðkomandi svæðum.

Teigarhorn í Berufirði. Mynd: Andrés Skúlason