Skip to main content

Rúmlega 2400 umsóknir um veiðar á 665 hreindýrum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. mar 2025 15:02Uppfært 24. mar 2025 09:52

Um miðjan dag á morgun kemur í ljós hverjir fá úthlutað veiðileyfi á þeim 655 hreindýrum sem heimilt verður að veiða í ár en margir eru um hituna því heildarfjöldi gildra umsókna um slík leyfi töldust rétt tæplega 2.433 talsins. Það töluvert færri umsóknir en síðustu árin

Veiðikvóti þessa árs er sem fyrr að minnka nokkuð eins og gerst hefur árlega hin síðari ár. Nú verður heimilt að veiða alls 665 dýr en þar af 400 tarfar og 265 kýr. Veiðitími er milli 15. júlí og 1. ágúst á törfum sem ekki eru í fylgd með kúm og þær veiðar skuli ekki trufla kýr og kálfa í sumarbeit. Kýrnar verður svo heimilt að veiða frá 1. ágúst fram til 20. september. Veiðimenn áminntir um að forðast í lengstu lög fella mylkar kúr og halda sig við geldar kýr eftir fremsta megni. Alls óheimilt er að veiða veturgamla tarfa eða kálfa.

Gjöld vegna veiðanna hækka nokkuð milli ára. Nú skal veiðimönnum gert að greiða rúmar 231 þúsund krónur per tarf en 132 fyrir hverja kú.