Skip to main content

Tafir á að rafmagn komist á í Reyðarfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. maí 2022 09:28Uppfært 04. maí 2022 09:29

„Okkur urðu á lítilsháttar mistök við endurnýjun á háspennurofum að Stuðlum í nótt og því dróst þetta aðeins en Reyðarfjörður ætti að vera kominn inn á næstu mínútum eða svo,“ segir Bergur Már Hallgrímsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar RARIK á Austurlandi.

Rafmagn var tekið af Reyðarfirði öllum á miðnætti vegna viðhalds RARIK og átti rafmagn að vera aftur komið á klukkan sjö í morgun. Það tafðist og enn er íbúar rafmagnslausir. Allnokkrir hafa lýst mikilli óánægju á samfélagsmiðlum.

Bergur segir aðeins mínútuspursmál að ræða og hefur skilning á óánægju vegna þess hjá íbúum. Brýn þörf var þó á að uppfæra rafkerfið á svæðinu og þetta verður eina skiptið af þessari stærðargráði sem ráðast þarf í. Ekki verður þörf að taka rafmagn af stóru svæði í náinni framtíð.