Skip to main content

Tafir á tölum í Múlaþingi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. maí 2022 00:45Uppfært 15. maí 2022 00:58

Þau sem hafa áhuga á kosningaúrslitum þurfa að vaka heldur lengur nú en fyrir fjórum árum. Tafir eru á tölum úr Múlaþingi og síðustu kjörkassarnir að detta í hús í Fjarðabyggð.


Í kosningunum 2018 lágu lokatölur fyrir um miðnætti frá Fljótsdalshéraði og Fjarðabyggð auk þess sem talning gekk nokkuð greiðlega í Múlaþingi fyrir tveimur árum. Í ljósi þessa var vonast til að einu tölurnar yrðu birtar frá Múlaþingi upp úr miðnætti.

Nú er hins vegar útlit fyrir að þær verði ekki klárar fyrr en í fyrsta lagi klukkan tvö í nótt, samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn.

Í Fjarðabyggð kom síðasti kjörkassinn, frá Reyðarfirði, á talningarstað á Eskifirði um klukkan hálf eitt. Þar var búið að telja 83% atkvæða um miðnætti. Áætla má að lokatölur komi því vart fyrr en um hálf tvö í nótt.