Tafir á tölum í Múlaþingi

Þau sem hafa áhuga á kosningaúrslitum þurfa að vaka heldur lengur nú en fyrir fjórum árum. Tafir eru á tölum úr Múlaþingi og síðustu kjörkassarnir að detta í hús í Fjarðabyggð.

Í kosningunum 2018 lágu lokatölur fyrir um miðnætti frá Fljótsdalshéraði og Fjarðabyggð auk þess sem talning gekk nokkuð greiðlega í Múlaþingi fyrir tveimur árum. Í ljósi þessa var vonast til að einu tölurnar yrðu birtar frá Múlaþingi upp úr miðnætti.

Nú er hins vegar útlit fyrir að þær verði ekki klárar fyrr en í fyrsta lagi klukkan tvö í nótt, samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn.

Í Fjarðabyggð kom síðasti kjörkassinn, frá Reyðarfirði, á talningarstað á Eskifirði um klukkan hálf eitt. Þar var búið að telja 83% atkvæða um miðnætti. Áætla má að lokatölur komi því vart fyrr en um hálf tvö í nótt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.