Skip to main content

Talsvert magn fíkniefna fannst við húsleitir

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. des 2010 18:09Uppfært 08. jan 2016 19:22

logreglumerki.jpgLögreglan á Eskifirði, í í samstarfi við lögregluna á Seyðisfirði, lögregluhundaþjálfara Ríkislögreglustjóra, sérsveit Ríkislögreglustjórans á Norðurlandi ásamt fíkniefnateymi lögreglunnar á Akureyri lagði hald á talsvert magn fíkniefna við húsleitir í gær.

 

Leitað var í tengslum við rannsóknir fíkniefnamála. Nokkrir voru handteknir en þeim sleppt að loknum yfirheyrslu. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að talsvert magn fíkniefna hafi fundist auk tækja og tóla til áfengisframleiðslu. Það kemur jafnframt fram að frekari upplýsingar verði ekki gefnar að svo stöddu en málin verði rannsökuð áfram.