Tekinn fullur á snjósleða
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 20. júl 2010 09:38 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Karlmaður var tekinn fyrir ölvunarakstur á snjósleða innanbæjar á Seyðisfirði aðfaranótt sunnudags.
Snjór er vissulega enn í fjöllum en hvítu kornin voru hvergi nálægt ferðum mannsins. Ekki er víst hversu lengi hann missir ökuleyfið en það gerir hann því ökuréttindi þarf til að stýra vélsleða.
Einn annar var tekinn fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á Seyðisfirði. Helgin mun samt hafa verið fremur róleg.
Einn annar var tekinn fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á Seyðisfirði. Helgin mun samt hafa verið fremur róleg.