Skip to main content

Tekist hefur að fækka verulega árekstrum á búfé

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. mar 2025 09:46Uppfært 14. mar 2025 10:17

Á tíu ára tímabili frá 2014 til loka árs 2024 voru alls skráð 911 tilfelli í bókum lögreglunnar á Austurlandi þar sem ekið var á búfé í umdæminu.

Tekist hefur þó að fækka slíkum árekstrum töluvert á þessu tímabili þrátt fyrir stóraukinn ferðamannafjölda allra síðustu árin. Verst var staðan árið  2014 þegar ekið var á 133 dýr en á síðasta ári var talan komin niður í 58 árekstra. Fæst slík tilvik skráð 2023 þegar þau urðu 55 talsins. Inn í þessar tölur vantar þó hreindýrin sem reglulega verða fyrir bílum á vegum austanlands.

Eðli máls samkvæmt stóraukast árekstrarlíkur þegar bændur fara að hleypa fé sínu út á grænir grundir og það reynist vera júnímánuður sem allra verstur  á þessum tíu ára skeiði. Þann mánuð skráðir 263 alls slíkir árekstrar, 215 í júlí, 178 í ágúst en mun færri aðra mánuði ársins.

Lögregla hefur reglulega brýnt ökumenn til að hafa þessa auknu hættu í huga þegar líða fer að sumri. Fyrir utan þjáningar og dauða dýranna verður oftar en ekki töluvert tjón á bílum sem í þessu lenda og í tilfellum bílar beinlínis afskrifaðir vegna mikilla skemmda.