Skip to main content

Þæfingsfærð víða í fjórðungnum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. apr 2022 09:20Uppfært 06. apr 2022 09:58

Ófært er um Vatnsskarð eystra og þungfært um Fjarðarheiðina samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar en töluvert hefur snjóað austanlands síðan í gærkvöldi.

Allflestir vegir eru færir en hálka er allnokkur og snjóþekja víðast hvað líka. Þæfingsfærð er á Fagradal og þá eru hreindýr víða við vegi og vegfarendur beðnir að hafa aðgát.

Veðurstofan gerir ráð fyrir að snjókomunni sloti um hádegisbil og engin frekari ofankoma í kortunum næstu daga. Frost verður þó töluvert út vikuna.

Leiðin um Möðrudalsöræfi lokaðist í gærkvöldi eftir að vörubíll fór út af veginum. Hann var fjarlægður í morgun.