Theodór Ingi efstur í prófkjöri Pírata

Theodór Ingi Ólafsson, forstöðumaður, varð í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi. Rafrænu prófkjörinu lauk seinni partinn í dag og voru úrslit kynnt í kjölfarið.

Theódór býr í Reykjavík þar sem hann starfar sem forstöðumaður í íbúðakjarna fyrir geðfatlaða. Hann uppalinn á Akureyri og útskrifaðist með BA gráðu í fjölmiðlafræði frá háskólanum þar.

Í öðru sæti varð Adda Steina, fyrrum tómstunda- og forvarnafulltrúi Fljótsdalshéraðs. Viktor Traustason, sem bauð sig fram til forseta í vor, endaði þriðji. Hann hefur búið mikið til á Austurlandi síðustu tvö ár og unnið verkamannastörf.

Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður á Seyðisfirði, varð fjórði og Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, fyrrum varaþingmaður flokksins í kjördæminu, fimmta.

Alls tóku níu einstaklingar þátt í prófkjörinu. Í kjördæminu voru greidd 660 atkvæði. Kosningin er bindandi fyrir fimm efstu sætin. Þátttakendur í prófkjörinu hafa þó sólarhring til að ákveða hvort þeir þiggi viðkomandi sæti. Kjörstjórn raðar síðan í önnur sæti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.