Þorsteinn Kristjánsson greiðir hæstu opinberu gjöldin fyrir árið 2022
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. ágú 2023 09:21 • Uppfært 24. ágú 2023 09:21
Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju á Eskifirði, greiðir hæstu opinberu gjöldin á Austurlandi fyrir árið 2022, alls rúmar 146,6 milljónir króna.
Þessar tölur koma fram í álagningarskrám ríkisskattstjóra sem gerðar voru aðgengilegar á skattstofum landsins fyrir viku. Árið 2021 var hið besta í sögu Eskju þegar félagið skilaði fjögurra milljarða króna hagnaði.
Á listanum yfir 25 gjaldahæstu einstaklingana búa 22 í Fjarðabyggð, tveir í Múlaþingi og einn á Vopnafirði. Tvær konur eru á listanum en 23 karlmenn.
25 gjaldahæstu einstaklingarnir á Austurlandi fyrir árið 2022
Nafn, starfsheiti, sveitarfélög, gjöld (í milljónum króna)
1. Þorsteinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Fjarðabyggð, 146,6
2. Halldór Jónasson, skipstjóri, Fjarðabyggð, 45,6
3. Sigurður Bjarnason, skipstjóri, Fjarðabyggð, 43,0
4. Kristinn Grétar Rögnvarsson, skipstjóri, Fjarðabyggð, 42,7
5. Daði Þorsteinsson, skipstjóri, Fjarðarbyggð, 41,9
6. Kristín Sigfinnsdóttir, ljóðskáld, Múlaþingi, 34,5
7. Magnús Ómar Sigurðsson, skipstjóri, Fjarðabyggð 33,2
8. Friðrik Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Fjarðabyggð, 33,2
9. Tómas Kárason, skipstjóri, Fjarðabyggð, 32,6
10. Bergur Einarsson, skipstjóri, Fjarðabyggð, 32,4
11. Sturla Þórðarson, skipstjóri, Fjarðabyggð 32,0
12. Hálfdán Hálfdánarson, skipstjóri, Fjarðabyggð, 31,5
13. Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri, Fjarðabyggð, 29,5
14. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri, Fjarðabyggð, 29,0
15. Guðmundur Jónas Skúlason, vélvirki, Fjarðabyggð, 28,9
16. Erna Þorsteinsdóttir, stjórnarformaður, Fjarðabyggð, 26,8
17. Bjarni Már Hafsteinsson, sjómaður, Fjarðabyggð, 26,6
18. Hjálmar Ingvason, sjómaður, Fjarðabyggð, 26,0
19. Valur Guðmundsson, bóndi, Vopnafirði, 24,8
20. Unnar Hallfreður Elísson, framkvæmdastjóri, Múlaþingi, 23,8
21. Hafsteinn Bjarnason, sjómaður, Fjarðabyggð, 23,4
22. Sigurður V. Jóhannesson, stýrimaður, Fjarðabyggð, 23,4
23. Hörður Erlendsson, yfirvélstjóri, Fjarðabyggð, 22,0
24. Smári Einarsson, sjómaður, Fjarðabyggð, 21,9
25. Hreinn Sigurðsson, yfirvélstjóri, Fjarðabyggð, 21,7
Mynd: Eskja
Nánar er fjallað um tekjur Austfirðinga á árinu 2022 í Austurglugganum sem kom út í dag. Hægt er að panta áskrift hér.