Þorsteinn Kristjánsson greiðir hæstu opinberu gjöldin fyrir árið 2024
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 28. ágú 2025 15:54 • Uppfært 29. ágú 2025 11:40
Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju á Eskifirði, greiðir hæstu opinberu gjöldin á Austurlandi fyrir árið 2024, alls rúma 121 milljón króna.
Þessar tölur koma fram í álagningarskrám ríkisskattstjóra sem gerðar voru aðgengilegar á skattstofum landsins fyrir viku. Rekstur Eskju hefur gengið mjög vel síðustu ár.
Á listanum yfir 35 gjaldahæstu einstaklingana búa 23 í Fjarðabyggð og 12 í Múlaþingi. Tvær konur eru á listanum.
35 gjaldahæstu einstaklingarnir á Austurlandi fyrir árið 2024
Nafn, starfsheiti, sveitarfélög, gjöld (í milljónum króna)
1. Þorsteinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Fjarðabyggð,121,4
2. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri, Fjarðabyggð, 37,3
3. Sigþór Arnar Halldórsson, framkvæmdastjóri, Múlaþingi, 31,8
4. Þórir Stefánsson, hótelstjóri, Múlaþingi, 26,2
5. Magnús Ómar Sigurðsson, skipstjóri, Fjarðabyggð, 26,0
6. Hálfdán Hálfdánarson, skipstjóri, Fjarðabyggð, 25,4
7. Robert Maciej Wojciechowski, læknir, Fjarðabyggð, 25,1
8. Tómas Kárason, skipstjóri, Fjarðabyggð, 25,0
9. Sigurður Bjarnason, skipstjóri, Fjarðabyggð, 24,7
10. Stefán Bjarnason Ingvarsson, netagerðameistari, Fjarðabyggð, 24,4
11. Adolf Guðmundsson, lögfræðingur, Múlaþingi, 24,2
12. Hannes Sigmarsson, læknir, Fjarðabyggð, 23,8
13. Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri, Fjarðabyggð, 23,5
14. Svanur Hallbjörnsson, bifvélavirki, Múlaþingi, 23,2
15. Óskar Gunnlaugsson,bóndi, Múlaþingi, 23,0
16. Þórhallur Hjaltason, skipstjóri, Fjarðabyggð, 21,4
17. Garðar Ágúst Svavarsson, framkvæmdastjóri, Fjarðabyggð, 21,0
18. Hrafnkell Guðjónsson, rafvirki, Múlaþingi, 21,0
19. Máni Sigfússon, rafvirki, Múlaþingi, 20,7
20. Erna Þorsteinsdóttir, stjórnarformaður, Fjarðabyggð, 20,5
21. Hörður Erlendsson, yfirvélstjóri, Fjarðabyggð,19,6
22. Ómar Bogason, framkvæmdastjóri, Múlaþingi,19,6
23. Axel Ísaksson, fjármálastjóri, Fjarðabyggð, 19,2
24. Kristinn Grétar Rögnvarsson, skipstjóri, Fjarðabyggð, 18,9
25. Hreinn Sigurðsson, yfirvélstjóri, Fjarðabyggð, 18,5
26. Stefán Þór Kjartansson, stýrimaður, Múlaþingi, 18,3
27. Þröstur Stefánsson, framkvæmdastjóri, Múlaþingi, 17,9
28. Jóhann Pétur Gíslason, vélstjóri, Fjarðabyggð, 17,9
29. Kristján Örn Kristjánsson, sjómaður, Fjarðabyggð, 17,4
30. Haraldur Harðarson, sjómaður, Fjarðabyggð, 17,4
31. Jóhann Geir Árnason, vélstjóri, Fjarðabyggð, 16,8
32. Bergur Einarsson, skipstjóri, Fjarðabyggð, 16,4
33. Hafsteinn Bjarnason, sjómaður, Fjarðabyggð, 16,3
34. Berglind Harpa Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, bæjarfulltrúi og varaþingmaður, Múlaþingi, 16,2
35. Páll Ágústsson, sjómaður, Múlaþingi, 15,4
Mynd: Eskja
Nánar er fjallað um tekjur Austfirðinga á árinu 2024 í Austurglugganum sem kom út í dag. Hægt er að panta áskrift hér.