Skip to main content

Þrír umsækjendur um stöðu skólameistara VA

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. júl 2025 10:09Uppfært 14. júl 2025 10:11

Þrír umsækjendur eru um stöðu skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands en frestur til að sækja um stöðuna rann út á föstudag.


Eydís Ásbjörnsdóttir var skólameistari en hún tók sæti á Alþingi um áramót. Birgir Jónsson, aðstoðarskólameistari, tók þá við stöðunni tímabundið. Hann er meðal umsækjenda nú.

Að auki sækja um þau Anne Héléna Clara Herzog, menntunarfræðingur og Azoya Brutus Akumbobe. Samkvæmt tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu dró einn umsækjandi umsókn sína til baka.

Samkvæmt auglýsingu um starfið þurfa umsækjendur að hafa starfsheitið kennari, búa yfir hæfni til stjórnunar og hafa viðbótarnám í stjórnun eða reynslu af stjórnun, rekstri, skólaþróun eða stjórnsýslu.

Ráðherra skipar í starfið til fimm ára frá 1. ágúst að fenginni umsögn skólanefndar.