Þrír umsækjendur um stöðu skólastjóra á Egilsstöðum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. apr 2024 09:28 • Uppfært 02. apr 2024 09:29
Þrír umsækjendur eru um stöðu skólastjóra Egilsstaðaskóla. Umsóknarfrestur um afleysingu í stöðu skólastjóra á Djúpavogi var framlengd.
Báðar stöður voru upphaflega auglýstar með umsóknarfrest fimmtudaginn 19. mars. Á Djúpavogi er um að ræða afleysingu í eitt ár. Ákveðið var að framlengja þann umsóknarfrest þar til í dag.
Um stöðuna á Egilsstöðum bárust fjórar umsóknir. Ein þeirra var dregin til baka.
Þau sem sóttu um starfið eru:
Dagbjört Kristinsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Egilsstöðum
Guðlaug Erlendsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Grindavík
Viðar Jónsson, skólastjóri, Fáskrúðsfirði