Skip to main content

Þrjú ný póstbox komin upp á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. maí 2024 16:53Uppfært 27. maí 2024 16:56

Íslandspóstur hefur að undanförnu sett upp þrjú ný póstbox á Austurlandi. Stækka þarf eitt í viðbót og verið er að leita að hentugum stað fyrir enn eitt.


Nýju póstboxin eru á Breiðdalsvík, Djúpavogi og Eskifirði. Á Djúpavogi og Eskifirði standa boxin við verslanir Kjörbúðarinnar en á Breiðdalsvík við frystihúsið.

Þá er unnið að því að finna stað undir póstbox á Stöðvarfirði í samvinnu við Fjarðabyggð. Áætlað er að það opni í haust. Þá hefur póstboxið í Neskaupstað verið stækkað vegna mikillar notkunar.

Íslandspóstur ákvað nýverið að loka pósthúsum sínum á Breiðdalsvík, Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Ástæðan eru minnkandi umsvif þar sem sífellt fleiri viðskiptavinir nýta sér þjónustu á borð við póstboxin.

„Fólk kann vel að meta að geta sótt pakka og póstlagt í póstbox hvenær sem er, árið um kring,“ segir Ósk Heiða Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Íslandspósti í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag um uppsetningu nýjustu boxanna.

Póstboxið á Breiðdalsvík. Mynd: Íslandspóstur