Þrjú ný póstbox komin upp á Austurlandi

Íslandspóstur hefur að undanförnu sett upp þrjú ný póstbox á Austurlandi. Stækka þarf eitt í viðbót og verið er að leita að hentugum stað fyrir enn eitt.

Nýju póstboxin eru á Breiðdalsvík, Djúpavogi og Eskifirði. Á Djúpavogi og Eskifirði standa boxin við verslanir Kjörbúðarinnar en á Breiðdalsvík við frystihúsið.

Þá er unnið að því að finna stað undir póstbox á Stöðvarfirði í samvinnu við Fjarðabyggð. Áætlað er að það opni í haust. Þá hefur póstboxið í Neskaupstað verið stækkað vegna mikillar notkunar.

Íslandspóstur ákvað nýverið að loka pósthúsum sínum á Breiðdalsvík, Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Ástæðan eru minnkandi umsvif þar sem sífellt fleiri viðskiptavinir nýta sér þjónustu á borð við póstboxin.

„Fólk kann vel að meta að geta sótt pakka og póstlagt í póstbox hvenær sem er, árið um kring,“ segir Ósk Heiða Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Íslandspósti í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag um uppsetningu nýjustu boxanna.

Póstboxið á Breiðdalsvík. Mynd: Íslandspóstur


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.