Skip to main content

Þrjú sóttu um Egilsstaðaprestakall

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. feb 2022 16:21Uppfært 09. feb 2022 16:47

Þrír umsækjendur voru um prestsstöðu í Egilsstaðaprestakalli en umsóknarfrestur rann út í lok janúar.


Staða þar losnaði þegar séra Ólöf Margrét Snorradóttir var ráðin á Akranes síðasta haust en þrír prestar starfa í prestakallinu. Dráttur varð þó á að staðan væri auglýst þar sem ráðningarbanni var komið á hjá Þjóðkirkjunni í hagræðingarskyni.

Það rann út um áramót og staðan var auglýst í kjölfarið. Valnefnd tekur nú við að velja á milli umsækjenda. Þau voru:

Árni Þór Þórsson, mag. theol.
Bryndís Böðvarsdóttir, mag. theol.
Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur

Mynd: Þorgeir Arason