Þuríður Jónsdóttir næsti sparisjóðsstjóri í Neskaupstað

Stjórn Sparisjóðs Austurlands hefur ráðið Þuríði Jónsdóttur sem nýjan sparisjóðsstjóra. Hún mun hefja störf í sumar en tekur ekki formlega við starfinu fyrr en fráfarandi sparisjóðsstjóri hættir með haustinu.

Frá þessu var greint á facebook-síðu Sparisjóðsins í morgun en sitjandi sparisjóðsstjóri, Vilhjálmur Grétar Pálsson, stígur frá borðinu í lok september næstkomandi.

Þuríði þekkja margir í bænum og nágrenni en hún hefur næstum um 30 ára skeið verið forstöðumaður útibús Deloitte í Neskaupstað en hún er í grunninn lærður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Gegnum það starf um árabil hefur Þuríður öðlast yfirgripsmikla þekkingu á málefnum atvinnlífsins á starfssvæði Sparisjóðsins og með mikla reynslu af endurskoðun, ársuppgjörum, skattamálum og stofnun og sölu fyrirtækja.

Þuríður er gift fjármálastjóra Síldarvinnslunnar, Axel Ísakssyni, og eiga þau einn son. Hér er hún með Jóni Einari Marteinssyni, formanni stjórnar Sparisjóðsins, og fráfarandi sparisjóðsstjóra Vilhjálmi Grétari Pálssyni. Mynd Sparisjóður Austurlands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.