Þyrlan send í sjúkraflug vegna þoku
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 12. jún 2024 10:00 • Uppfært 12. jún 2024 10:03
Íbúar á Egilsstöðum urðu margir varir við þyrlu Landhelgisgæslunnar og sjúkrabíla á ferðinni um klukkan sjö í morgun. Þyrlan var send austur þar sem sjúkraflug komst ekki vegna þoku.
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni barst beðni upp úr klukkan fimm um að senda þyrluna þar sem venjulegar sjúkraflugvélar gætu ekki farið vegna þoku.
Þoka var bæði á Akureyri, þar sem sjúkraflugvélarnar eru alla jafna staðsettar og Egilsstöðum enda seinkaði áætlunarflugi á báða staði í morgun.
Þyrlan fór í loftið úr Reykjavík klukkan 5:32, frá Egilsstöðum 7:40 og lenti aftur í Reykjavík klukkan 9:13. Að sögn talsmanns gæslunnar gekk flugið vel.