Þyrlan send í sjúkraflug vegna þoku

Íbúar á Egilsstöðum urðu margir varir við þyrlu Landhelgisgæslunnar og sjúkrabíla á ferðinni um klukkan sjö í morgun. Þyrlan var send austur þar sem sjúkraflug komst ekki vegna þoku.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni barst beðni upp úr klukkan fimm um að senda þyrluna þar sem venjulegar sjúkraflugvélar gætu ekki farið vegna þoku.

Þoka var bæði á Akureyri, þar sem sjúkraflugvélarnar eru alla jafna staðsettar og Egilsstöðum enda seinkaði áætlunarflugi á báða staði í morgun.

Þyrlan fór í loftið úr Reykjavík klukkan 5:32, frá Egilsstöðum 7:40 og lenti aftur í Reykjavík klukkan 9:13. Að sögn talsmanns gæslunnar gekk flugið vel.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.