Tilboð í þjónustuhús við Hengifoss töluvert yfir áætlun

Aðeins eitt tilboð barst Fljótsdalshreppi vegna byggingar þjónustuhúss við Hengifoss en það reyndist 43 prósent yfir kostnaðaráætlun.

Fyrirtækið Austurbygg átti tilboðið sem um ræðir en það hljóðaði upp á rúmar 258 milljónir króna. Það 43 prósent hærra en kostnaðaráætlun sveitarfélagsins gerði ráð fyrir sem var tæp 181 milljón króna í verkefnið. Vonir stóðu til að bygging hússins gæti hafist snemma á þessu ári og það yrði jafnvel vígt áður en aðal ferðamannatíminn gengur í garð í sumar.

Sveitarstjórn hafnaði ekki tilboðinu formlega heldur leitar nú leiða í samvinnu við bjóðanda um að lækka kostnaðinn með hagræðingu.

Mynd: Tölvugerð mynd af húsinu sem um ræðir en það mun gjörbreyta allri aðstöðu fyrir gesti og gangandi við náttúruperluna Hengifoss.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.