Skip to main content

Tilboð í þjónustuhús við Hengifoss töluvert yfir áætlun

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. feb 2022 11:39Uppfært 09. feb 2022 11:39

Aðeins eitt tilboð barst Fljótsdalshreppi vegna byggingar þjónustuhúss við Hengifoss en það reyndist 43 prósent yfir kostnaðaráætlun.

Fyrirtækið Austurbygg átti tilboðið sem um ræðir en það hljóðaði upp á rúmar 258 milljónir króna. Það 43 prósent hærra en kostnaðaráætlun sveitarfélagsins gerði ráð fyrir sem var tæp 181 milljón króna í verkefnið. Vonir stóðu til að bygging hússins gæti hafist snemma á þessu ári og það yrði jafnvel vígt áður en aðal ferðamannatíminn gengur í garð í sumar.

Sveitarstjórn hafnaði ekki tilboðinu formlega heldur leitar nú leiða í samvinnu við bjóðanda um að lækka kostnaðinn með hagræðingu.

Mynd: Tölvugerð mynd af húsinu sem um ræðir en það mun gjörbreyta allri aðstöðu fyrir gesti og gangandi við náttúruperluna Hengifoss.