Skip to main content

Tilkynnt um aðalfulltrúa í heimastjórnum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. maí 2022 03:25Uppfært 15. maí 2022 03:27

Kosið var til heimastjórna samhliða sveitarstjórnarkosningum í Múlaþingi í dag. Heimastjórnirnar eru fjórar talsins, fyrir hvert þeirra sveitarfélaga sem sameinuðust í sveitarfélagið.


Tveir fulltrúar voru kosnar í hverja sveitarstjórn á Borgarfirði, Djúpavogi, Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði. Hver kjósandi gat þó aðeins valið einn einstakling.

Tæknilega séð voru allir á kjörskrá í framboði en þó gáfu 11 manns formlega kost á sér. Í kvöld voru aðeins lesin upp nöfn þeirra sem náðu kjöri.

Þau eru:

Borgarfjörður
Alda Marín Kristinsdóttir
Ólafur Arnar Hallgrímsson

Djúpivogur
Ingi Ragnarsson
Oddný Anna Björnsdóttir

Fljótsdalshérað
Dagmar Ýr Stefánsdóttir
Jóhann Gísli Jóhannsson

Seyðisfjörður
Jón Halldór Guðmundsson
Margrét Guðjónsdóttir