Skip to main content

„Tilvalið tækifæri fyrir tímamótasamvinnu,“

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. feb 2022 10:21Uppfært 03. feb 2022 10:24

„Ég sé þarna tilvalið tækifæri fyrir tímamótasamvinnu útgerðar og bænda og að gamalt orð fái nýja merkingu; útvegsbændur virkja saman skóg.“

Svo sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í pontu Alþingis í gær en þar fór þingmaðurinn að ræða um fyrirhugaða skógrækt Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í landi Fannardals. Fyrirtækið hyggst með trjáræktun þar kolefnisjafna mengandi útblástur frá starfsemi sinni en verkefnið verður unnið í samvinnu við Skógrækt ríkisins.

Ásmundur taldi hins vegar galla á þessari áætlun austfirska fyrirtækisins að því er fram kemur hjá vefmiðlinum Kjarnanum. Útgerðarfyrirtækið ætti að nýta tækifærið til að fela skógarbændum að sinna slíkri ræktun og einbeita sér að útgerð.

„Fer ekki vel á því að útgerðin geri það sem hún er best í, að veiða fisk, og bændur sjái um land­bún­að­inn og skóg­rækt­ina sem þeir eru betri í en útgerð­in? Sam­starf um smá­virkj­anir gæti líka gagn­ast báðum aðil­um. Ég sé þarna til­valið tæki­færi fyrir tíma­móta­sam­vinnu útgerðar og bænda og að gam­alt orð fái nýja merk­ingu; útvegs­bændur virkja saman skóg.“

Mynd: Bragi Þór Jósefsson/Alþingi.is