Tími í einangrun vegna Covid styttur í fimm daga á mánudaginn
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. feb 2022 13:50 • Uppfært 04. feb 2022 13:51
Alls eru 79 einstaklingar í einangrun og 90 til viðbótar í sóttkví á Austurlandi vegna Covid-smita en ákveðið hefur verið að stytta einangrunartíma úr sjö dögum í fimm.
Þetta ákvað Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, og tekur reglugerðin gildi strax á mánudaginn kemur. Áfram mun þó verða heimilt að framlengja einangrun í tilvikum ef þörf krefur að mati lækna.
Þá verður afnumin frá sama tíma skylda til sóttkvíar eða smitgátar þeirra sem eru með afstaðna sýkingu, staðfesta með PCR-prófi sem er ekki yngra en 7 daga gamalt og ekki eldra en 180 daga.