Tjón á hitaveitutanki HEF við Urriðavatn
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 22. feb 2022 10:21 • Uppfært 22. feb 2022 10:30
„Klæðningin fauk öll af tankinum en hann sjálfur stóð þetta af sér í þetta sinn,“ segir Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF.)
Um er að ræða miðlunartank sem stendur hátt á Valgerðarstaðaási fyrir ofan Urriðavatn en aðspurður segir Aðalsteinn líklegt að viðgerð á tankinum geti hlaupið á einhverjum milljónum króna. Þetta mun þó ekki hafa áhrif á þjónustuna að neinu leyti segir hann.
Ekki er vitað um neitt annað tjón hjá HEF vegna óveðursins í nótt sem leið en ekki er alveg ljóst orðið hvort eitthvað foktjón varð á Borgarfirði eystra eða Seyðisfirði að sögn Aðalsteins.
Mynd: Lilja Björnsdóttir