Skip to main content

Tjörnin þrifin

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. ágú 2010 08:59Uppfært 08. jan 2016 19:21

tjorn_egs_0016_web.jpgNemendur í Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs byrjuðu í gær að þrífa tjörnina í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Verkið heldur áfram næstu daga. Nemendurnir taka gras upp úr ytri enda tjarnarinnar og fleira sem ekki á að vera í henni.

Grunnvatnsstaða tjarnarinnar er nokkuð há. Upphaflega var skrúfað fyrir rennsli inn í hana upp úr miðjum júní en yfirborð tjarnarinnar lækkaði samt lítið. Að lokum var komið með haugsugu til að dæla upp úr henni.