Fjölgun fólks í einangrun og sóttkví vegna Covid
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. feb 2022 09:39 • Uppfært 08. feb 2022 09:40
Hundrað og sjö einstaklingar eru nú í einangrun og 144 til viðbótar í sóttkví á Austurlandi vegna Covid-19.
Fjöldinn hefur aukist töluvert síðustu daga en á föstudaginn var heildarfjöldi fólks í einangrun 79 meðan 90 sátu í sóttkví. Óljóst er með fjölda virkra smita austanlands enda hefur aðgerðarstjórn hætt að opinbera þær upplýsingar eins og áður var.
Á landsvísu mældust 1367 ný smit síðasta sólarhringinn. Rúmlega 11.600 manns í einangrun og tæplega 8 þúsund einstaklingar í sóttkví.