Skip to main content

Töluverður hagnaður HEF-veitna en ekki mælt með arðgreiðslu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. mar 2025 11:11Uppfært 13. mar 2025 11:33

Rekstrartekjur HEF-veitna hafa aldrei verið hærra en á síðasta ári samkvæmt uppfærðum ársreikningi sem kynntur var stjórninni í vikunni. Hagnaður þess árs aðeins lægri en árið 2023 en eiginfjárhlutfall fyrirtækisins aldrei verið hærra.

Rekstartekjurnar 2024 reyndust rúmlega 841 milljón króna á móti rekstrargjöldum upp á 374 milljónir rúmar. Hagnaður ársins endaði í tæpum 254 milljónum alls og áfram tókst að grynnka á langtímaskuldum eins og fyrri ár. Eiginfjárhlutfallið fór í 68,5% og hefur aldrei verið svo hátt en hátt eiginfjárhlutfall segir til um hversu vel fyrirtækið eigi fyrir skuldum sínum.

Þrátt fyrir ágæta niðurstöðu var það mat stjórnar að ekki yrði greiddur arður til eigandans Múlaþings en ástæður þess eru nokkrar. Í fyrsta lagi hvíla miklar skuldbindingar á gagnaveitu HEF [ljósleiðaravæðing á Fljótsdalshéraði] og tekjur duga vart til að greiða upp þá fjárfestingu. Önnur stór ástæða liggur í fyrirséðum kostnaðarsömum framkvæmdum til viðhalds og uppbyggingar innviða veitnanna sem fara þarf í fljótlega. Þá liggur fyrir að kostnaðarliðir munu aukast næstu misseri og ár sökum hertra umhverfiskrafna og vinnu við orkuskipti.

HEF-veitur tók að sér á sínum tíma að sjá um að ljósleiðaravæða dreifbýlið allt í Fljótsdalshéraði en skuldbindingar vegna þess verkefnis eru miklar og tekjur af duga vart til. Mynd HEF-veitur