Skip to main content

Tóku tilboði í Garð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. okt 2023 10:17Uppfært 10. okt 2023 10:18

Múlaþing hefur tekið tilboði í húsið Garð, hið fyrsta sem til stendur að flytja af skriðusvæðinu á öruggt svæði innar í bænum.


Það var Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar á Akranesi sem bauð þrjár milljónir í húsið. Annað tilboð barst frá einstaklingi en samkvæmt fundargerð þótti orðalag þess afar óskýrt um hvað væri boðið.

Garður er eitt þeirra húsa sem ekki má lengur nota undir fast búsetu vegna skriðuhættu úr Strandartindi og var því keypt af Múlaþingi með stuðningi Ofanflóðasjóðs. Búið er að finna nýja lóð undir það, Leirubakka 11, sem er á öruggum stað. Húsið er selt með því skilyrði að það verði flutt þangað.

Í Húsasögu Seyðisfjarðar er Garður sagt meðal stærri íbúðarhúsa Seyðisfjarðar, 190 fermetrar. Það var upphaflega byggt árið 1921 undir starfsmenn ritsímans. Efri hæðin var heimili stöðvarstjórans. Símafélög íslenska ríkisins áttu húsið fram til 1976. Frá aldamótum hefur verið lögð talsverð vinna í að gera húsið upp.