Tryggvi Þór: Mikil vinna, léleg laun

tryggvi_thor.jpgTryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, segir það hafa komið sér á óvart þegar hann settist á þing hversu lág laun þingmenn legðu á sig fyrir mikla vinnu. Þau séu jafnvel hættulega lág.

 

Þetta kemur fram í viðtali við Tryggva í Austurglugganum í dag. Þar segir hann að fjölbreytileikinn og álagið við þingstörfin hafi komið honum á óvart eftir að hann settist á þing í fyrravor. Mánaðarlaun óbreytts þingmanns séu rétt yfir hálfri milljón. Tryggvi óttast að það fæli hæft fólk frá þingstörfunum.

„Þá þynnist út sú þekking sem er á þinginu en jafnframt skapast hætta á því að þingmenn verði berskjaldaðri fyrir því að þiggja peninga annars staðar frá.“ Slíkt leiði til spillingar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.