Skip to main content

Tryggvi Þór: Mikil vinna, léleg laun

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. sep 2010 10:24Uppfært 08. jan 2016 19:21

tryggvi_thor.jpgTryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, segir það hafa komið sér á óvart þegar hann settist á þing hversu lág laun þingmenn legðu á sig fyrir mikla vinnu. Þau séu jafnvel hættulega lág.

 

Þetta kemur fram í viðtali við Tryggva í Austurglugganum í dag. Þar segir hann að fjölbreytileikinn og álagið við þingstörfin hafi komið honum á óvart eftir að hann settist á þing í fyrravor. Mánaðarlaun óbreytts þingmanns séu rétt yfir hálfri milljón. Tryggvi óttast að það fæli hæft fólk frá þingstörfunum.

„Þá þynnist út sú þekking sem er á þinginu en jafnframt skapast hætta á því að þingmenn verði berskjaldaðri fyrir því að þiggja peninga annars staðar frá.“ Slíkt leiði til spillingar.