Tryggvi Þór: Nú þarf að afskrifa meira en 20 prósent skulda

ImageTryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nauðsynlegt sé að afskrifa skuldir heimila og fyrirtækja. Bið kosti aðeins hærra afskriftarhlutfall.

 

Þetta kemur fram í viðtali við Tryggva í nýjasta tölublaði Austurgluggans. Fyrir þingkosningar 2009 var Tryggvi meðal þeirra sem vildu afskrifa 20% skulda. Hugmyndirnar voru afar umdeildar.

„Á þeim tíma hefðu 20% dugað en nú þarf meira,“ segir Tryggvi.
 
Hann segir að bíða þurfi eftir niðurstöðum dómsmála um gengistryggingar lána en yfirvöd séu ekki orðin of sein. Bankarnir hafi þegar tekið skref í þessa átt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.