Skip to main content

Tryggvi Þór: Nú þarf að afskrifa meira en 20 prósent skulda

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. sep 2010 22:21Uppfært 08. jan 2016 19:21

ImageTryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nauðsynlegt sé að afskrifa skuldir heimila og fyrirtækja. Bið kosti aðeins hærra afskriftarhlutfall.

 

Þetta kemur fram í viðtali við Tryggva í nýjasta tölublaði Austurgluggans. Fyrir þingkosningar 2009 var Tryggvi meðal þeirra sem vildu afskrifa 20% skulda. Hugmyndirnar voru afar umdeildar.

„Á þeim tíma hefðu 20% dugað en nú þarf meira,“ segir Tryggvi.
 
Hann segir að bíða þurfi eftir niðurstöðum dómsmála um gengistryggingar lána en yfirvöd séu ekki orðin of sein. Bankarnir hafi þegar tekið skref í þessa átt.