Tryggvi Þór: Niðurskurður hjá HSA hneisa
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 07. okt 2010 16:08 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í
Norðausturkjördæmi, segir að boðaður niðurskurður hjá
heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni sé nokkuð sem ekki megi rætast.
Boðaður hefur verið fjórðungsniðurskurður á rekstri HSA sem í dag kostar um tvo miljarða króna. Fleiri heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni eru á leið undir niðurskurðarhnífinn, til að mynda er rekstrarfé til heilbrigðisstofnunar Þingeyinga dregið saman um helming.
„Niðurskurður á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni er algjör hneisa. Það er verið að minnka þjónustu við landsbyggðarfólk án fyrirvara og það má ekki verða,“ segir Tryggvi Þór í samtali við Agl.is.
Tryggvi segist vongóður að með öflugri baráttu séð hægt að endurskoða þessar ákvarðanir. „Ég hef og mun beita mér af alefli gegn þessari goðgá. Ég hef góðar vonir um að það verði hægt að snú þessu við.“
„Niðurskurður á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni er algjör hneisa. Það er verið að minnka þjónustu við landsbyggðarfólk án fyrirvara og það má ekki verða,“ segir Tryggvi Þór í samtali við Agl.is.
Tryggvi segist vongóður að með öflugri baráttu séð hægt að endurskoða þessar ákvarðanir. „Ég hef og mun beita mér af alefli gegn þessari goðgá. Ég hef góðar vonir um að það verði hægt að snú þessu við.“