Tryggvi Þór: Vinstri flokkarnir hafa gert allt vitlaust

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hver mistökin hafi rekið önnur síðan ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, tók við völdum fyrir rúmu ár.

 

tryggvi_thor.jpg„Vinstri flokkarnir hafa gert allt vitlaust,“ segir Tryggvi Þór í samtali við vikublaðið Austurgluggann.

„Í fyrsta lagi hafa þeir hrifsað tekjur af heimilum og fyrirtækjum með auknum sköttum. Í öðru lagi hafa þeir ekki mætt þeirri tiltekt sem nauðsynleg er hjá hinu opinbera. í þriðja lagi hafa þeir ekki horft til þess að breikka og styrkja tekjustofnana með því að örva efnahagslífið“.

Tryggvi viðurkennir að Sjálfstæðisflokkurinn beri meginábyrgð á því hversu ríkisútgjöld uxu árin fyrir hrun. Á móti hafi verið búið að gera upp skuldir ríkissjóðs og koma upp sjóðum þannig skellurinn varð ekki jafn slæmur hann heðfi getað orðið.

Tryggvi Þór gerðist efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, Geir Haarde, síðsumars 2008 áður en allt hrundi. Tryggvi segir að hann hefði ekki getað komið í veg fyrir hrunið en hann sagði af sér um haustið því hann var ósáttur við að ekki væri farið eftir hans ráðum.

„Ég benti ráðamönnum á að ef hin svokallaða Glitnisleið yrði farin myndi það skapa Domino-áhrif og kerfið myndi hrynja.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.