Tíu sagt upp hjá HSA á morgun
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. des 2010 19:28 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Tíu starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Austurlands verður sagt upp á
morgun. Ástæðan er kröfur um rúmlega 100 milljóna króna sparnað.
Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var haft eftir Einari Rafni Haraldssyni, framkvæmdastjóra stofnunarinnar, að skertum fjárheimildum yrði ekki mætt öðruvísi en með fækkun starfsmanna.
Hann staðfesti að um tíu starfsmönnum yrði sagt upp á morgun. Launakostnaður er um 80% af rekstrarkostnaði stofnunarinnar.
Hann staðfesti að um tíu starfsmönnum yrði sagt upp á morgun. Launakostnaður er um 80% af rekstrarkostnaði stofnunarinnar.