Tíu tíma maraþonfundur hreppsnefndar
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 20. maí 2010 12:47 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Seinasti fundur hreppsnefndar Fljótsdalshrepps tók tæpar tíu klukkustundir. Oddvitinn segir sjaldgæft að fundirnir verði svo langir.
Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, segir fundirnir hafi í raun verið tveir en runnið saman.„Í þetta skipti háttaði þannig til að fyrir hádegi var fundað með fulltrúa umhverfisráðuneytis og eftir hádegi var sveitarstjórnarfundur, löng og viðamikil dagskrá á honum.“