Tíu vilja stýra SSA
Tíu manns sóttu um starf framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, en umsóknarfrestur rann út í seinustu viku. Meðal umsækjenda eru núverandi formaður sambandsins og tveir fyrrum þingmenn.
Þessi sóttu um:
Arnbjörg Sveinsdóttir, fv. alþingismaður, Seyðisfirði
Björn Ármann Ólafsson, skógarbóndi og fv. bæjarfulltrúi, Egilsstöðum
Björn Hafþór Guðmundsson, fv. sveitarstjóri og formaður SSA, Djúpavogi
Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og fv. alþingismaður, Sandgerði
Halldór Trausti Svavarsson, verslunarmaður, Reykjavík
Helga Magnea Steinsson, fv. skólameistari, Fjarðabyggð
Magnús Már Þorvaldsson, fulltrúi hjá Vopnafjarðarhreppi, Vopnafirði
Ólafur Áki Ragnarsson, fv. bæjarstjóri,Sveitarfélaginu Ölfusi
Óskar Baldursson, viðskiptafræðingur, Garðabæ
Sveinn Pálsson, fv. sveitarstjóri, Vík.