Tugir kinda enn á fjalli frá Stórhóli
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. jan 2011 13:09 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Enn er fé á fjalli innan við og frá bænum Stórhóli í Álftafirði. Á annað hundrað kinda tókst að smala þar fyrir jól.
Heimildamenn Agl.is segja að enn séu nokkrir tugir kinda á fjalli frá Stórhóli. Um 30-40 kindur hafi sést þar á vappi í kringum áramótin og fleiri séu mögulega úti.
Eftir þrýsting yfirvalda var smalað þar hátt í 200 kindum um miðjan desember. Agl.is hefur áður greint frá því að ábúendur hafi komist hjá vörslusviptingu með því að flytja 160 kindur á bæ í Hornafirði.
Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, staðfesti í samtali við Agl.is að hann hefði hemildir fyrir því að enn væri fé á fjalli. Hann sagðist ekki viss um hversu margt fé gengi enn laust.
Eftir þrýsting yfirvalda var smalað þar hátt í 200 kindum um miðjan desember. Agl.is hefur áður greint frá því að ábúendur hafi komist hjá vörslusviptingu með því að flytja 160 kindur á bæ í Hornafirði.
Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, staðfesti í samtali við Agl.is að hann hefði hemildir fyrir því að enn væri fé á fjalli. Hann sagðist ekki viss um hversu margt fé gengi enn laust.