Tvær stofnanir nýtt sér styrk til fjölga óstaðbundnum störfum austanlands
Frá því að sérstakir styrkir voru auglýstir til þeirra stofnana ríkisins á höfuðborgarsvæðinu sem hug hefðu á að fjölga óstaðbundnum störfum á landsbyggðinni hafa tvær stofnanir sótt um og fengið styrk til slíks á Austurlandi.
Styrkveitingar þessar, sem Byggðastofnun hefur umsjón með, eru byggðar á grundvelli byggðaáætlunar en markmiðið að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni og jafnframt efla búsetufrelsi þeirra sem geta unnið störf sín hvar sem er. Hámarksstyrkur á hvert starf eru tvær milljónir króna árlega og getur mest verið til þriggja ára.
Að sögn Sigurðar Árnasonar, sérfræðings hjá Byggðastofnun, hafa bæði Þjóðskjalasafn Íslands og Ráðgjafar og greiningarstöðin sótt um styrk til að flytja störf austur á land og báðar þær umsóknir verið samþykktar. Starfsmenn beggja stofnana munu koma sér fyrir í samvinnuhúsinu Múlanum í Neskaupstað.