Skip to main content

Útvarp Orsmteiti í loftið í dag

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. ágú 2010 13:22Uppfært 08. jan 2016 19:21

ImageÚtvarp Ormsteiti FM 103,2 á Fljótsdalshéraði fer í loftið klukkan 16:00 föstudaginn 13. ágúst. Þá verður hitað upp fyrir hverfagrillið með léttri tónlist, spjalli auk getrauna þar sem hlustendur geta unnið sér inn eitthvað girnilegt á grillið.

 

Áfram verður haldið næstu daga og má nálgast útsendingartímana á Ormsteiti.is auk þess stofnuð hefur verið síða á Facebook.
Útvarpsstöðin er í Sláturhúsinu og er hægt að hlusta á útsendingarnar á netinu á síðu Fljótsdalshéraðaðs, bæjarstjórn í beinni og finna þar tengil.

Það er Hafdís Erla Bogadóttir sem stýrir þessum útsendingum, fær til sín góða gesti í hljóðver, fylgist með því sem framundan er á þessari Héraðshátíð sem sannarlega hefur fest sig í sessi. Getraunir, spurningakeppni milli hverfa og fleira mætti telja.


Hátíðin sjálf hefst í kvöld með hverfagrilli og hverfaleikum á Vilhjálmsvelli. Hún stendur næstu tíu daga.