Útvarp Orsmteiti í loftið í dag

ImageÚtvarp Ormsteiti FM 103,2 á Fljótsdalshéraði fer í loftið klukkan 16:00 föstudaginn 13. ágúst. Þá verður hitað upp fyrir hverfagrillið með léttri tónlist, spjalli auk getrauna þar sem hlustendur geta unnið sér inn eitthvað girnilegt á grillið.

 

Áfram verður haldið næstu daga og má nálgast útsendingartímana á Ormsteiti.is auk þess stofnuð hefur verið síða á Facebook.
Útvarpsstöðin er í Sláturhúsinu og er hægt að hlusta á útsendingarnar á netinu á síðu Fljótsdalshéraðaðs, bæjarstjórn í beinni og finna þar tengil.

Það er Hafdís Erla Bogadóttir sem stýrir þessum útsendingum, fær til sín góða gesti í hljóðver, fylgist með því sem framundan er á þessari Héraðshátíð sem sannarlega hefur fest sig í sessi. Getraunir, spurningakeppni milli hverfa og fleira mætti telja.


Hátíðin sjálf hefst í kvöld með hverfagrilli og hverfaleikum á Vilhjálmsvelli. Hún stendur næstu tíu daga.                                               

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.