Tvö íþróttafélög taka að sér þjálfun vegna Janusarverkefnisins í Fjarðabyggð
Köll eftir fjölgun æfingatíma í verkefninu Fjölþætt heilsuefling sem fyrirtækið Janus-heilsuefling hefur staðið fyrir undanfarin ár og verið hefur í boði fyrir eldri borgara í Fjarðabyggð hafa haft áhrif því gerður hefur verið samningur við tvö íþróttafélag í sveitarfélaginu um að taka að sér þjálfun eftirleiðis.
Hér um að ræða annars vegar Knattspyrnufélag Austfjarða sem mun sjá um alla þjálfun í Neskaupstað, Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði og hins vegar Lyftingafélag Reyðafjarðar sem sinna mun þjálfun í Reyðarfirði. Með þessum breytingum næst meðal annars að fjölga æfingatímum á Stöðvarfirði að því er fram kemur í bréfi vegna þessa sem bæjarráð tók fyrir í vikunni.
Mikil ánægja hefur verið með verkefnið frá því að það hófst í Fjarðabyggð 2022 en það er fyrst og fremst ætlað fullorðnu fólki yfir 65 ára aldurinn. Ekki færri en 93% þátttakenda sem þátt tóku í verkefni þessu fyrsta árið töldu sig finna fyrir jákvæðum breytingum á líkamlegri líðan sinni. Litlu færri sögðu áhrif jákvæð einnig á andlega heilsu sína.
Sveitarfélagið endurnýjaði einmitt samning við Janus-heilsueflingu í byrjun þessa árs um áframhald verkefnisins en með þeim formerkjum að tilteknir þættir þjónustunnar yrði úthýst til íþrótta- eða tómstundafélaga í Fjarðabyggð.