Skip to main content

Tvöfalda afköstin með nýjum búnaði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. feb 2022 09:26Uppfært 03. feb 2022 09:40

Framkvæmdir við stækkun fiskimjölsverksmiðju og löndunarhús Síldarvinnslunnar í Neskaupstað ganga vel en að þeim loknum getur fyrirtækið tvöfaldað vinnslugetu á loðnuhrognum.

Frá þessu er skýrt á vef Síldarvinnslunnar en framkvæmdir við stækkunina hófust síðastliðið vor.

Annars vegar er löndunarhúsið stækkað um 300 fermetra og hins vegar er verksmiðjan sjálf stækkuð um 2000 fermetra. Hluti verksmiðjunnar verður sérstök eining þar sem fram mun fara fullvinnsla á afskurði sem berst frá fiskiðjuveri fyrirtækisins og nýtist ennfremur til hvers kyns þróunarstarf í fiskvinnslu.